Um mig

Ég, Ágúst Magni Þórólfsson, er bifvélavirkjameistari. Ég byrjaði í Iðnskólanum í Hafnarfirði veturinn 1977-78 um vorið byrjaði ég á námssamning hjá Sambandinu, véladeild á verkstæðinnu að Höfðabakka 9. Þar réði ríkjum Guðmundur Helgi Guðjónsson og vann ásamt mörgum öðrum góðum mönnum sem höfðu þolinmæði til að hafa hemil á nálægt tuttugu æslafullum strákum. Þar var gaman að vinna. Haustið ´83 flutti ég til Hornafjarðar og tók við lyftaraverkstæðinu hjá KASK. Þar voru margar og oft erfiðar áskoranir að yfirstíga og vinna allan sólarhringinn þegar það var vertíð. Þar var fyrstu árin mest gert við lyftara og annað tengt útgerð og fiskvinnslu. Ég fékk líka mörg skemmtileg verkefni t.d. úr sláturhúsinu, svo sem klippur fyrir horn og aðrar til að klippa bringubeinið á lömbum, byssur og kjötfarsvélinn bilaði stundum líka og margt annað skrítið og skemmtilegt. Árið ´96 breytti ég aðeins til og vann í Reykjavík í nokkra mánuði hjá ET en um haustið fór ég að vinna hjá Hjarðarnesbræðrum áHornafirði. Þar var verið að gera við vinnuvélar og vörubíla og margt annað. Ég vann þar fram að aldamótum en þá flutti ég á höfuðborgarsvæðið aftur og hóf aftur störf hjá ET og var þar til áramótanna 2004-05 en þá hóf ég störf hjá Bílaumboðinu Öskju. Þá var verið að opna og byggja upp nýtt fyrirtæki sem var í senn mikil vinna og ögrandi áskorun. Þar kynntist ég mörgum frábærum vinnufélugum og vinum bæði íslenskum, þýskum og enskum og lærði alveg nýja nálgun á bílaviðgerðir samkvæmt stöðlum og ferlum MB.

Vorið 2014 tók ég ákvörðun um að hætta hjá Öskju og sagði upp góðri og traustri vinnu og 1. sept 2014 stofnaði ég Vík verkstæði og byrjaði að byggja upp frá grunni mitt eigið verkstæði. Ég byrjaði í smá kytru þar sem ég var með aðstöðu fyrir hobbýið fyrir, en flutti 1. des upp á Funarhöfða þar sem ég er enn.

Ég er mest að gera við gírkassa ásamt Mersedes Bens vöru- og sendibílum,